Skip to main content

Sjálfsmyndin og samfélagið í Grensáskirkju

Eftir janúar 31, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi kirkjunnar verður haldið í Grensáskirkju laugardaginn 5. febrúar frá kl. 9.00- 16.00. Þetta er hið víðfræga Viðeyjar,- Sólheima,- Hafnarfjarðarnámskeið – sem er fjölmennasta námskeiðið sem haldið er fyrir fólk í kristilegu æskulýðsstarfi á Íslandi.
Messa við lok landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar
Námskeiðið er því ekki aðeins gott tækifæri til að læra um mikilvæga hluti heldur einnig einstakt tækifæri til að hitta fólk sem er að vinna að sömu markmiðum og eiga samfélag með því.

Að þessu sinni er yfirskriftin „Sjálfsmyndin og samfélagið“ og áherslan lögð á sjálfsmynd unglinga og áhrifavalda þar að lútandi. Sérstaklega er litið til áhrifaþáttanna kynímynda og kynlífs og spurt hvernig hægt sé á hinn besta hátt að miðla til unglinganna þeirri jákvæðu sjálfsmynd sem að trúin getur fært.
Gígja Grétarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur mun ræða um kynímynd og sjálfsmynd unglinga. Halla Jónsdóttir mun fræða okkur um hvernig við getum styrkt sjálfsmynd unglinga í kristilegu æskulýðsstarfi. Eftir hádegi verður aldurskipt í umræðuhópa, boðið verður upp góðan mat, gott samfélag og síðast en ekki síst mun dagskráin enda með magnaðri U2 guðþjónustu þar sem hljómsveitin Labbakútarnir spilar.

Þátttaka á námskeiðinu kostar 3000.- kr. og er síðasti skráningardagur mánudaginn 31.janúar.
Skráning fer fram á netfanginu: kristin.arnardottir@kirkjan.is