Haustfundir presta og sóknarnefndarfólks með prófasti, fjölluðu um málefni þjóðkirkjunnar á landsvísu og heima í héraði. Söfnuðirnir vilja styrkja starfið í heimabyggð og efla samstarfsvettvang til að mæta þrengri fjárhag og erfiðu starfsumhverfi.
Prestar og djáknar í Kjalarnessprófastsdæmi hittast ævinlega í upphafi vetrarstarfsins á fundi með prófasti til að ræða málin og fara yfir starfið í prófastsdæminu sem er framundan. Formenn sóknarnefnda og gjaldkerar hittust einnig á fundi þar sem sérstaklega var rætt um prófastsdæmið sem samstarfsvettvang sóknanna sem styður við starfið í heimabyggð.
Bæði haustfundir presta og sóknarnefndarfólks fjölluðu að þessu sinni mikið um málefni þjóðkirkjunnar á landsvísu og heima í héraði. Söfnuðirnir vilja styrkja starfið í heimabyggð og efla samstarfsvettvang til að mæta þrengri fjárhag og erfiðu starfsumhverfi. Endurskipulagning og sparnaður þarf að hafa hagsmuni kirkjustarfs í heimabyggð í fyrirrúmi.
Hér má lesa fundargerð frá fundi með sóknarnefndarformönnum og gjaldkerum sókna í Kjalarnessprófastsdæmi.
Hér má lesa fundargerð frá fundi með prestum og djáknum í prófastsdæminu.