Skip to main content

Brautarholtssókn

Brautarholti, 162 Reykjavík

Prestur

Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur
Farsími. 865-2105, arna.gretarsdottir(hja)kirkjan.is)

Formaður sóknarnefndar

Björn Jónsson
s. 892 3042, netfang: bjorn@brautarholt.is

Ágrip af sögu sóknarinnar

Tvær kirkjur eru í sókninni. Brautarholtskirkja á Kjalarnesi má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlykur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið 1857 af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Nýlega var kirkjan endurbyggð frá grunni.

Saurbær á Kjalarnesi er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri. Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri kirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum. Það var Eyjólfur Runólfsson, bóndi í Saurbæ, sem lét byggja nýju kirkjuna. Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723.