Hafnarfjarðarsókn
v/Strandgötu, 220 Hafnarfirði
Sími 520 5700
Vefsíða: www.hafnarfjardarkirkja.is
Prestar
Sr. Jónína Ólafsdóttir, sóknarprestur
Vs. 520 5700, jonina.olafsdottir@kirkjan.is
Sr. Sighvatur Karlsson, prestur
Vs. 520 5700, s. 861 2317, srhvati(hja)simnet.is
Sr. Aldís Rut Gísladóttir, prestur
Vs. 520 7700, s. 848 7486, aldis.rut(hja)hafnarfjardarkirkja.is
Formaður sóknarnefndar
Magnús Gunnarsson
magnus(hjá)haukar.is
Ágrip af sögu sóknarinnar
Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 komst skriður á kirkjubyggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins. Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu. Biskupinn, herra Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. des, 1914.