Skip to main content

Keflavíkursókn

Kirkjuvegi 25, 230 Reykjanesbær
Sími: 420 4300, fax: 420 430
Netfang: keflavikurkirkja(hja)keflavikurkirkja.is
Vefsíða: www.keflavikurkirkja.is

Prestar

Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur
Vs: 420 4302, farsími 849 2194, erla(hja)keflavikurkirkja.is

Sr. Fritz Már Jörgensson, prestur
Vs: 420 4301, farsími 888 4321, fritz(hja)keflavikurkirkja.is

Formaður sóknarnefndar

Stefán Jónsson
sjonsson0259(hja)gmail.com

Ágrip af sögu sóknarinnar

Keflavíkurkirkja er teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt og byggð árið 1914 eins og sjá má framan á kirkjuturni. Hins vegar var kirkjan vígð 1915, hinn 14. febrúar. Staður var kirkjunni valinn í samráði við arkitektinn haustið 1913. Kirkja hafði ekki staðið áður á þessum stað. Um aldamótin hafði að vísu verið langt komið byggingu kirkju, sem Guðmundur Jakobsson hafði teiknað og smíðað en sú kirkja, sem þá var að heita má fullgerð, skemmdist í óveðri í nóv. 1902 og var smíði hennar þá hætt. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson og sýnir Jesúm flytja Fjallræðuna; hefur hún verið í kirkjunni allt frá upphafi. Steindir gluggar eftir Benedikt Gunnarsson, myndlistarmann, voru settir í glugga kórs og framkirkju árið 1976.