Skip to main content

Lágafellssókn

Þverholti 3, 270 Mosfellsbær
símar: 566 7113, 566 8028
Vefsíða: www.lagafellskirkja.is

Prestar og djákni

Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, sóknarprestur
vs 566 7113, s. 866 8947, arndis.linn(hja)lagafellskirkja.is

Sr. Henning Emil Henningsson, prestur
Vs. 566 7113, Farsími. 663 6606, henning.emil.magnusson(hja)kirkjan.is

Formaður sóknarnefndar

Bragi Ragnarsson
b.ragnarsson(hja)gmail.com

Ágrip af sögu sóknarinnar

Í sókninni eru tvær kirkjur: Lágafells- og Mosfellskirkja.

Lágafellskirkja

Saga Lágafellskirkju hefst með konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli. Vorið 1889 er risin ný kirkja á Lágafelli og vígð. Hún er timburkirkja á steingrunni. Miklar endurbætur og viðgerðir hafa farið fram á kirkjunni síðar, þær mestu 1956 þegar kirkjan var lengd um 3 metra eða sem svarar lengd kórsins og auk þess gert við hana skrúðhús norður úr kórnum. Settir voru nýir bekkir sem enn eru. Þeir hafa nú verið bólstraðir; kirkjan tekur 160-180 manns í sæti. Var kirkjan endurvígð að þessum aðgerðum loknum. Á hundrað ára afmæli kirkjunnar var tekin í notkun viðbyggingin norðan við kirkjuna.

Mosfellskirkja

Mosfellskirkja í Mosfellsdal var vígð 4. apríl 1965 af biskupi. Hún er gerð eftir teikningu Ragnars Emilssonar að undangenginni samkeppni. Kirkjan er byggð úr steinsteypu, sperrur eru úr járni en þak klætt eiri svo og kirkjuturninn sem stendur á þrem súlum upp af austurhorni kirkjunnar. Yfirsmiður var Sigurbjörn Ágústsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, uppsetningu á sperrum og þakgrind annaðist Leifur Loftsson, Mosfellssveit. Allir fletir kirkjunnar eru þríhyrningslaga. Í kirkjunni eru sæti fyrir 108 manns. Gömul og fræg klukka er í kirkjunni, talin vera frá 15. eða 16. öld; um hana er lítið vitað. Klukkan er afar formfögur og hljómgóð.