Skip to main content

Útskálasókn

Útskálum, 251 Suðurnesjabær
Sími 422 7060

Prestur

Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur
Vs. 422 7060, s. 895 2243, srsgs(hja)simnet.is

Formaður sóknarnefndar

Jón Hjálmarsson
s. 8946535, jonhjalmarsson(hja)simnet.is

Ágrip af sögu sóknarinnar

Kirkjan á Útskálum var reist árið 1861 að frumkvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívertsens (1808-1887). Kirkjan er byggð úr timbri og járnvarin. 1975 var forkirkja stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Gränz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.