Skip to main content

Sumarnámskeið fermingarbarna hefjast

Eftir ágúst 15, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

170 krakkar eru nú á vikulöngu fermingarnámskeiði í Hafnarfjarðarkirkju sem markar upphaf fermingarstarfsins í vetur.
Hafnarfjarðarkirkja
Víða um land hefja söfnuðirnir vetrarstarfið með því að bjoða væntanlegum fermingarbörnum á námskeið, áður en hefðbundið skólastarf hefst.

Í Hafnarfjarðarkirkju taka tveir söfnuðir höndum saman og halda námskeiðið sameiginlega. Hafnarfjarðarsókn og Ástjarnarsókn ná sameiginlega yfir 5 grunnskólahverfi og því er fermingarbörnum úr þessum hverfum boðið að taka þennan þátt fermingarstarfsins í sameiningu.

Námskeiðið byggir á fræðsluefni sem söfnuðirnir hafa unnið og nær yfir hefðbundin atriði sem finna má í námskrá fermingarstarfsins. Þar ber hæst fræðsla um Biblíuna, trúarlífið og samfélagið í kirkjunni. Hlutir eins og bænin, messan, líf Jesú og sköpunin eru rædd út frá sýn og reynslu fermingarbarnanna og þau leidd inn í kristna samtalshefð í öruggu umhverfi .

Kennarar eru prestar og starfsfólk safnaðanna sem hefur mikla reynslu af því að vinna með ungu fólki í kirkjulegu samhengi. Um miðbik vikunnar er hefðbundið fræðslustarf brotið upp og haldið í dagsferð í Skálholt. Þar verður haldið áfram að vinna með viðfangsefni fermingarfræðslunnar í ríku umhverfi sögu og hefðar, ekki síst njóta fermingarbörnin helgi og sérleika Skálholtsdómkirkju.

Sumarnámskeið fermingarbarna hafa rutt sér til rúms síðustu ár en þau eru gefandi og skemmtileg viðbót við hefðbundna fermingarfræðslu sem fer t.d. fram í vikulegum kennslustundum eftir skóla.

X