Skip to main content

Þátttökukirkja og ungmennalýðræði

Eftir janúar 12, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Skemmtilegt og fróðlegt námskeið um þátttökukirkjuna og ungmennalýðræði verður haldið í Skálholti 2. febrúar. Æskulýðsvettvangurinn á suðvestuhorninu í samstarfi við Biskupsstofu og ÆSKÞ stendur fyrir námskeiðinu, með þátttöku frá kirkjuþingi og kirkjuþingi unga fólksins. Fjallað verður um hvernig kirkjan getur virkjað og vætt ungt fólk á öllum aldri til þátttöku í lifandi og ábyrgu samfélagi, undir yfirskriftinni HUNANG, sem vísar til hinnar sætu afurðar samstarfs og skipulags. 

Dagskrá laugardaginn 2. febrúar
8.30 Brottför frá Grensáskirkju
10.00 Morgunmatur í Skálholti
10.30 Biskupsleg staðarskoðun og tíðagjörð í Skálholtsdómkirkju

11.30 Vinnustöð I:

* 19 ára og yngri: Skipulag og uppbyggingu þjóðkirkjunnar. Jónína Sif, forseti kirkjuþings unga fólksins.
* 20 ára og eldri:

Kynning á Changemakers

Ungmennaráð KFUM

Að breyta samfélagi – hvernig förum við frá einum stað til annars? Dæmi tekin frá Keflavíkursókn og víðar.

13.00 Matur

14.00 Vinnustöð II:

* 19 ára og yngri: Kirkjuverkefni: Pappakassakirkja- ólík módel. Hvernig kirkju vilt þú? Halldór Elías djákni
* 20 og eldri: Gæðakirkjan – hvernig getum við kallað fram það besta úr okkur sem þjónum innan kirkjunnar? Sr. Skúli Sigurður og sr. Erla

15.30 Kaffi
16.00 Messa
17.00 Brottför

Skráning er í höndum Biskupsstofu í netfanginu kristin.arnardottir@kirkjan.is

Frekari upplýsingar veitir héraðsprestur Kjalarnessprófastsdæmis og aðrir aðstandendur námskeiðsins.