Í gær, þann 27. október, vísiteraði Kjalarnessprófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson, Kálfatjarnarsókn, Ástjarnarsókn og loks Víðisstaðasókn. Var vel tekið á móti prófasti á öllum stöðum og tók hann þar út aðstöðu og fékk fregnir af stöðu ýmissa mála. Prófastur var ánægður með fundina og hafði sérstaklega orð á því hversu glaður hann væri með það góða fólk sem kæmi að umsjón kirknanna og söfnuðanna innan prófastsdæmisins. Löngum fundadegi lauk á skemmtilegri vísu sem Karl Kristenson, kirkjuhaldari í Víðisstaðakirkju flutti fyrir fundarmenn en í henni er prófasturinn ávarpaður:
Séra Gunnar seg´eg þér
sómi að öllu sýnist hér.
Kirkjustarf af kærleik er
og kunnáttu inspírerað.
Á söfnuðinum all-vel sér
að sálarlífið batna fer.
Guðsorðið með góðu
accepterað.
Þessi kirkja all-margt á
sem einnig með gleði muna má.
Fjallræðuna finn´og sjá
festa upp á veggi.
Að hennar boðskap gestir gá
gleð´ og sælu boðskap fá.
Sýnist það vera hollast fyrir seggi