Skip to main content

Tónleikar til styrktar söfnunar Hjálparstarfs Kirkjunnar innanlands

Eftir apríl 3, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í kirkjunni  á Reynivöllum í Kjós, til styrktar bágstöddum hér innanlands.

Flytjendur á þessum tónleikum eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari.
Flutt verða verk eftir J.S.Bach, Charles Gounod, Camille Saint-Saëns og Felix Mendelssohn.

Þessir tónleikar verða helgaðir minningu Hafsteins Guðmundssonar bókaútgefanda, sem fæddist 7. apríl 1912.

Aðgöngumiðar verða seldur við innganginn.
Nánari upplýsinga má finna á vefnum kjos.is.