Skip to main content

U2-messan féll í góða jörð

Eftir maí 23, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Ástjarnarsöfnuður bauð upp á U2-messu á uppstigningardag undir yfirskriftinni Gegn fátækt og ójöfnuði. Kirkjukórinn söng eingöngu U2-lög, sem sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju þýddi sérstaklega fyrir tilefnið, í útsetningu Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur tónlistarstjóra safnaðarins sem stjórnaði kórnum. Hljómsveit Hjartar lék undir en Regína Ósk og Svenni Þór voru gestasöngvarar. Prestarnir Bára Friðriksdóttir og Kjartan Jónsson leiddu stundina. Í lok guðsþjónustunnar gafst gestum kostur á að láta fé af hendi rakna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Guðsþjónustan tókst frábærlega vel og hátíðarsalur Haukaheimilisins var troðfullur. Margir urðu að standa.

Myndir á kirkjan.is, í Fjarðarpóstinum og á vef Ástjarnarkirkju.

X