Héraðsnefnd starfar samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 982/2020. Héraðsnefnd er kosin á héraðsfundi og hana skipa þrír menn. Formaður nefndarinnar er starfandi prófastur, en héraðsfundur kýs aðra nefndarmenn til tveggja ára í senn og varamenn þeirra með sama hætti. Verkefni héraðsnefndar er m.a. að fylgja eftir samþykktum héraðsfundar, ákveða úthlutanir úr héraðssjóð ofl. Héraðsnefnd fundar að jafnaði fyrsta fimmtudag í mánuði.
Héraðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis:
Árni Hinrik Hjartarsson
sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir
sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur