Skip to main content

Umsóknir í héraðssjóð Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir mars 17, 2015janúar 10th, 2020Fréttir

Á síðasta fundi héraðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis var ákveðið að setja upp skema sem auðveldar umsækjendum að sækja um í héraðssjóð og sem auðveldar héraðsnefnd að meta umsóknir. Héraðsnefnd hefur ákveðið að í umsóknum til héraðssjóðs fari best á því að eftirfarandi kæmi fram:
Umsækjandi:
Nafn, kennitala, sími, vefpóstfang, bankaupplýsingar. Einnig þarf að koma fram hver er ábyrgðarmaður verkefnisins og umsóknarinnar.
Um verkefnið
Greinargerð um verkefnið þarf að fylgja
Fjárhagsáætlun
Í fjárhagsáætlun skal koma fram: heildarkostnaður, upphæð sem sótt er um og sundurliðuð fjárhagsáætlun eftir því sem á við. Einnig aðrir fengnir eða áætlaðir styrkir, eigið fé o.s.frv.
Fylgiskjöl:
Þau fylgiskjöl mega endilega fylgja sem geta hjálpað héraðsnefnd við ákvarðanatöku sína

Næsti fundur héraðsnefndar verður 9. apríl 2015