Verkefnið Opin kirkja hefst um miðjan júní. Það felst í því að flestar kirkjur í prófastsdæminu verða opnar ferðamönnum og boðið verður upp á leiðsögn um kirkjuna á íslensku og erlendum tungumálum. Sr. Þórhallur Heimisson starfandi héraðsprestur heldur námskeið fyrir þá sem munu sýna kirkjurnar í Kálfatjarnarkirkju 3. júní. Bæklingi með myndum af öllum kirkjunum ásamt upplýsingum um opnunartíma verður dreift til ferðamanna. Verkefnið var samþykkt á héraðsfundi 2009.