Skip to main content

Vinnufundur um framtíð æskulýðsstarfs kirkjunnar

Eftir september 23, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Nefnd á vegum Kjalarsessprófastsdæmis hélt vinnufund í Víðistaðakirkju 3. júní til að undirbúa tillögu að menntabraut fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. Fulltrúum guðfræðideildar , dr. Pétri Péturssyni, og menntasviðs Háskóla Íslands, dr. Gunnari J. Gunnarssyni, var boðið á fundinn ásamt fulltrúa djáknafélagsins, Magneu Sverrisdóttur. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni, greindi frá tilhögun menntunar slíks starfsfólks lúthersku kirknanna í Þýskalandi og sr. Guðrún Karlsdóttir frá tilhögun hennar í Svíþjóð.

Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þessarar umræðu og þeim var ljós þörfin á mikilvægi stefnumörkunar kirkjunnar varðandi æskulýðsstarf hennar. Að loknum erindum spunnust líflegar umræður. Starfsnefndin mun vinna úr niðurstöðum fundarins og leggja fram tillögur með haustinu. Ætlunin er að opna þá umræðuna og gefa sem flestum færi á að koma með sín sjónarmið.

X