Mánudaginn 10. júní verður vorfundur presta og djákna með prófasti haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Gestir fundarins eru biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Á fundinum verður reynslan af yfirstandandi biskupsvísitasíu vegin og metin í sameiningu. Vísitasía biskups er sérstakur viðburður og mikilvægt stjórnsýslutæki í kirkjunni og því þarf vel að takast til í hvívetna. Dagskrá vorfundarins helgast sérstaklega af lokum vísitasíunnar en að auki verða sameiginleg málefni prófastsdæmisins rædd.
Myndin sýnir biskup Íslands með prestum og djáknum Lágafellskirkju í apríl 2013.