Skip to main content
 
 
 

Fréttir

Nýjustu fréttir af Kjalarnessprófastsdæmi

Fréttir
mars 8, 2023

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 16. mars í Grindavíkurkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmönnum prófastsdæmisins og fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefnu…
Fréttir
febrúar 6, 2023

Um 150 manna kór syngur á kórahátíð

Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur…
Allar fréttir

Um prófastsdæmið

Í Kjalarnessprófastsdæmi er fjölmennt og víðfeðmt prófastsdæmi á suðvesturhorni landsins og nær allt frá Hvalfjarðarbotni um Kjalarnes, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfjörð og Reykjanes.

Í prófastsdæminu, sem er eitt hið elsta á landinu, eru 16 sóknir. Sóknirnar eru fjölbreyttar að stærð og gerðum. Sú minnsta er Kirkjuvogssókn í Höfnum í Reykjanesbæ og sú stærsta er Hafnarfjarðarsókn.