Skip to main content
All Posts By

stefan

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 16. mars í Grindavíkurkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmönnum prófastsdæmisins og fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og fundurinn er jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Helgistund
  • Fundarsetning – kosning fundarstjóra og ritara
  • Yfirlitsræða prófasts: skýrsla héraðsnefndar
  • Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
  • Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
  • Starfsskýrslur
    • héraðsprests
    • tónlistarnefndar
    • sókna
    • ársreikningar sókna og kirkjugarða
  • Mál er varða kirkjuþing
  • Samþykktir prestastefnu og leikmannastefnu kynntar
  • Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna
  • Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
  • Kosningar
  • Aðrar kosningar
  • Önnur mál
    • Umsögn um tillögu að sameiningu Njarðvíkur- og Ytri-Njarðvíkursókna
    • Margrét Bóasdóttir fjallar um „Sviðsljósið og bak við tjöldin“ – Ný sálmabók og sálmamaraþon

Fundurinn er samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.

Um 150 manna kór syngur á kórahátíð

Eftir Fréttir

Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

„Slá þú hjartans hörpu strengi“

Eftir Fréttir

Á aðventunni og fram að jólum munu birtast uppörvandi  myndskeið þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins í ár er „Slá þú hjartans hörpu strengi“ og er sótt í sálm nr. 3 eftir Valdimar Briem.  Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Jóladagatal er samstarfsverkefni prófastdæmisins, Þjóðkirkjunar og einnig tekur Suðurlandsprófastsdæmis þátt í dagatalinu að þessu sinni. Þetta er þriðja skiptið sem prófastsdæmið stendur að gerð jóladagatalsins.. Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Suðurlandi. Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvæntingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Einnig að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á  Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.

„Kom þú, kom“

Eftir Fréttir

Á hverjum degi á aðventunni og fram að jólum munu birtast á falleg og uppörvandi  myndskeið þar sem fólk með allskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins er „Kom þú, kom“ og er sótt í sálm nr. 70: „Kom þú, kom vor Immanúel. Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Jóladagatal er samstarfsverkefni prófastdæmisins og Þjóðkirkjunar. Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Einnig að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.

Nýtt útialtari vígt við Esjuberg

Eftir Fréttir

Sunnudaginn   20. júní, vígði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, keltneskt útialtari á Esjubergi á Kjalarnesi. Það er reist til að minnast fyrstu kirkjunnar sem um er getið í íslenskum ritheimildum, Landnámubók og Kjalnesingasögu, og landnámsmaðurinn, Örlygur Hrappsson, mun hafa reist á Esjubergi um árið 900. Nánar

Héraðsfundur 2020 og 2021

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 20. maí í safnaðarheimili Innri-Njarðvíkurkirkju, Reykjanesbæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Héraðsfundur fyrir árið 2020 var ekki haldinn vegna samkomutakmarkanna og því verða mál frá þeim fundi afgreidd núna. Nánar

Sú von er sönn – jóladagatal

Eftir Fréttir

Nú í desember fram að jólum verður jóladagatal í samstarfi við kirkjur á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi,Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Á hverjum degi birtist stutt myndband þar sem fólk með margvíslegan bakgrunn úr kirkjustarfinu fjallar um vonina, aðventuna og jólin. Yfirskrift dagatalsins er „Sú von er sönn“.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar, þegar við beinum sjónum okkar að komu  Jesú Krists og íhugum og skoðum hvað það er sem gefur lífinu gildi í raun og veru. Einnig að vekja athygli á öflugum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á heimasíðunni eða Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.