Skip to main content
All Posts By

stefan

„Vil ég mitt hjartað vaggan sé“ – Jóladagatalið 2023

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjunar stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali. Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Vil ég mitt hjartað vaggna sé“ og er sótt í sálm nr. 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í Sálmabókinni.

Fyrir hvern dag desember fram að jólum opnum við nýjan glugga með uppörvandi myndbandi þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar. Myndböndin eru tekin upp í kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanes og Kjós, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi. Jóladagatalið má finna hér Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Í fyrsta myndbandinu fjallar sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurkirkju, um þá óvenjulega stöðu sem margir Grindvíkingar eru núna í að eiga ekki kost á að vera heima um jól og aðventu og hvar finnum við þá frið og vöggu Jesúbarnsins.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang og sýna kirkjurnar okkar í jóla- og aðventubúningi.

Njótum aðventunnar.

 

Kirkjulistavika

Eftir Fréttir

Dagana 29. okt – 5. nóv. fer fram kirkjulistavika í söfnuðum prófastsdæmisins. Fjölbreyttir viðburðir; leiksýning, tónleikar, málverkasýning, listasmiðjur, orgelbíó og margt fleira. Aðgangur ókeypis og verið öll hjartanlega velkomin.  Smellið á viðburði hér fyrir neðan til að sjá nánari upplýsingar …

Desember, 2023

Leiðarþing

Eftir Fréttir

Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður miðvikudaginn 25. október, kl. 17:30 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Leiðarþing er einskonar auka héraðsfundur prófastsdæmisins og er haldinn í aðdraganda kirkjuþings á hverju hausti. Hér má finna málaskrá kirkjuþings 2023-2024 sem verður til kynningar og umræðu á fundinum.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþingið. Organistar og  starfsfólk safnaðanna hefur rétt til fundarsetu og er fundurinn jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf.

Verið velkomin á leiðarþing 2023 og neðangreint er dagskrá leiðarþingsins.

Dagskrá

17:30 Helgistund
17:45 Fundarstörf hefjast
• Kynning á úttekt á sameiningu prestakalla
• Kirkjuþingsfulltrúar greina frá helstu málum kirkjuþings
• Önnur mál
19:30 Kvöldverður
20:00 Fundarslit

Trú, kirkja og list – kirkjulistavika

Eftir Fréttir

Kirkjulistavika í söfnuðum prófastsdæmisins fer fram 29. október  – 5. nóvember. Þema vikunnar er sótt í Sl. 8:2: „Þú breiðir ljóma þinn yfir.“

Kirkjulistavikan fer fram með þeim hætti að samstarfssvæðin taka sig saman og standa fyrir viðburðum, sýningum og tónleikum alla vikuna.  Einnig verður listum og menningu gerð góð skil í guðsþjónustum við upphaf vikunnar þann 28. október.  

Þema vikunnar er sótt í Sálm 8:2 „Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn“ sem fjallar um Guð sem breiðir út ljóma sinn með því að skapa og gefa líf og þrá mannsins að næra og blómga fagurt mannlíf. Það tengist jafnframt allra heilagra messu sem er lokadagur menningarviku Kjalarnessprófastsdæmis. Dagur sem er helgaður minning látinna ástvina, sem eru eins og ljós á vegferð okkar í gegnum lífið og til vitnisburðar um kærleika og ljóma Guðs. Markmið vikunnar er að minna á Guðs góðu sköpun sem birtir ljóma Guðs og minna á mennigararf kirkjunnar. Tónlist, kórastarf, myndlist og margvíslegt annað lista- og menningarstarf hefur verið áberandi í kirkjunni um aldir. Tilgangurinn er að styðja við og efla tengsl kirkju og listar með fjölbreyttum hætti.

Starfshópur er starfandi sem heldur utan um undirbúninginn, en í honum eiga sæti Jóhann Baldvinsson, Arnór B. Vilbergsson, sr. Arna Grétarsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir. Þau eru einnig reiðubúinn að aðstoða söfnuði með að setja saman dagskrá og finna viðburði.

 

Sumarmessur

Eftir Fréttir

Nú yfir sumarið taka söfnuðir prófastsdæmisins höndum saman og standa fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi og Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi. Kærkomið íslenskt sumar ber með sér léttari og bjartari lund sem skilar sér í helgihaldinu og samfélaginu eins og sjá má í sameiginlegri dagskrá kirknana í prófastsdæminu yfir sumarið.

Sumarmessur á Suðurnesjum

Um árabil hafa kirkjurnar á Suðurnesjum átt í samstarfi um helgihaldið yfir sumartímann og messað til skiptis í kirkjunum í Grindavík, Reykjanesbæ, Vogum, Höfnum, Garðinum og Sandgerði. Um er að ræða kvöldmessur sem hefjast kl. 20:00 og þar ræður fjölbreytnin ríkjum og boðið m.a. upp á göngu-, plokk-,  kósýmessur og messumeistarann. Nánari upplýsingar um Sumarmessur á Suðurnesjum.

Sumarmessur í Garðakirkju

Í Garðakirkju skipta prestar, djáknar, organistar og starfsfólk Hafnarfjarðar, Vídalíns-, Víðistaða-, Bessastaða- og Ástjarnarkirkju auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með sér þjónustunni við messu hvern sunnuag yfir sumarið. Á eftir er boðið upp á kaffi og notalegt samfélag í hlöðinni á burstarbænum Króki, þar sem ýmislegt verður á boðstólunum. Streymt er frá messunum á Facebókarsíðunni Sumarmessur í Garðakirkju.

Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós

Nú í sumar hófukirkjurnar í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós vinna saman með sameiginlegum sumarmessur.  Þar er íslenska sveitakirkjan í forgrunni og boðið upp á göngur og kvöldmessur í bland við annað. Á Facebókarsíðu Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós er að finna upplýsingar um helgihaldið..

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 16. mars í Grindavíkurkirkju og hefst með helgistund kl. 17:30.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmönnum prófastsdæmisins og fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og fundurinn er jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • Helgistund
  • Fundarsetning – kosning fundarstjóra og ritara
  • Yfirlitsræða prófasts: skýrsla héraðsnefndar
  • Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
  • Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
  • Starfsskýrslur
    • héraðsprests
    • tónlistarnefndar
    • sókna
    • ársreikningar sókna og kirkjugarða
  • Mál er varða kirkjuþing
  • Samþykktir prestastefnu og leikmannastefnu kynntar
  • Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna
  • Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
  • Kosningar
  • Aðrar kosningar
  • Önnur mál
    • Umsögn um tillögu að sameiningu Njarðvíkur- og Ytri-Njarðvíkursókna
    • Margrét Bóasdóttir fjallar um „Sviðsljósið og bak við tjöldin“ – Ný sálmabók og sálmamaraþon

Fundurinn er samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.

Um 150 manna kór syngur á kórahátíð

Eftir Fréttir

Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin. Nánar

„Slá þú hjartans hörpu strengi“

Eftir Fréttir

Á aðventunni og fram að jólum munu birtast uppörvandi  myndskeið þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um þýðingu og boðskap aðventunar. Yfirskrift dagatalsins í ár er „Slá þú hjartans hörpu strengi“ og er sótt í sálm nr. 3 eftir Valdimar Briem.  Orðið aðventa er úr latínu og merkir koman eða sá sem kemur og vísar til undirbúningstímans fyrir jól þegar við undirbúum komu Jesú Krists.

Jóladagatal er samstarfsverkefni prófastdæmisins, Þjóðkirkjunar og einnig tekur Suðurlandsprófastsdæmis þátt í dagatalinu að þessu sinni. Þetta er þriðja skiptið sem prófastsdæmið stendur að gerð jóladagatalsins.. Myndskeiðin eru frá kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Suðurlandi. Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvæntingar þegar við íhugum og skoðum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Einnig að vekja athygli á margvíslegum mannauði kirkjunnar, sjálfboðaliðum, starfsfólki og þátttakendum í kirkjustarfinu.

Hægt er að fylgjast með jóladagatalinu hér á  Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Njótum aðventunnar.