Skip to main content

Þjóðgildin rædd á Bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir nóvember 9, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi. Á hverjum fimmtudegi bjóðum við upp á spjall um nýjar og spennandi bækur milli kl. 11 og 12 á skrifstofu prófastsdæmisins að Þverholti 3 í Mosfellsbæ.

Fimmtudaginn 11. nóvember kemur Gunnar Hersveinn og ræðir við okkur um nýútkomna bók sína Þjóðgildin. Gunnar Hersveinn hefur rýnt í gildi þjóðarinnar eins og þau birtast okkur á þjóðfundinum. Afraksturinn er m.a. bókin Þjóðgildin sem Skálholtsútgáfan gefur út.

Allir eru hjartanlega velkomnir í Bókakaffi Kjalarnessprófastsdæmis fimmtudag kl. 11.