Skip to main content

Þjóðkirkjan og lýðræðið

Eftir desember 23, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Í ársbyrjun 2010 kemur út á vegum Kjalarnessprófastsdæmis bókin Þjóðkirkjan og lýðræðið sem er helguð minningu sr. Ólafs Skúlasonar biskups sem hefði orðið áttræður 29. desember. Hann beitti sér fyrir setningu þjóðkirkjulanna sem samþykkt voru á Alþingi árið 1997.

Bókin hefur að geyma erinidi sem flutt voru á samnefndri ráðstefnu í Skálholti 23. – 24. ágúst 2009 sem Skálholtsskóli, Kjalarnessprófastsdæmi og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands stóðu að. Í þeim er fjallað um málfefni kirkjunnar á líðandi stund með hliðsjón af hugmyndafræði þjóðkirkjulaganna sem kallar á rökræðu um kirkjuna í íslensku samfélagi. Bókin er mjög fróðleg og áhugaverð lesning fyrir alla sem láta sig málefni Þjóðkirkjunnar varða.