Skip to main content

Þórhallur Heimisson verður sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju

Eftir júlí 7, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Valnefnd í Hafnarfjarðarprestakalli ákvað á fundi sínum 1. júlí að velja sr. Þórhall Heimisson til að vera næsti sóknarprestur.

Upphaflega voru 3 umsækjendur um embættið, en sr. Sigurður Arnarson dró umsókn sína til baka. Það voru því sr. Þórhallur og sr. Þórhildur Ólafs sem valnefnd ræddi við og valdi á milli. Sr. Þórhallur gegnir nú starfi prests í Hafnarfjarðarkirkju. Það embætti mun því losna og verður auglýst innan skamms.