Skip to main content

Fjölmennu landsmóti æskulýðsfélaga lokið

Eftir október 29, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Fjölmennasta landsmót æskulýðsfélaga til þessa var haldið um síðustu helgi. Að þessu sinni var mótið haldið í Reykjanesbæ í Kjalarnessprófastsdæmi. Á sjöunda hundrað ungmenna og leiðtoga komu þar saman undir yfirskriftinni Energí og trú, sem er yfirskrift verkefnis sem Keflavíkurkirkja hefur staðið að frá árinu 2011 og miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.

Dagskrá mótsins var hin glæsilegasta og öll framkvæmd hennar eins og best verður á kosið. Að þessu sinni helguðu þáttakendur landsmótsins sig baráttunni gegn fátækt á Íslandi og söfnuðu fyrir framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar sem styður efnalítil ungmenni á Íslandi til að ljúka námi. Biskup Íslands setti mótið og sagði áhuga og eldmóð landsmótsgesta smitandi.

Í pistli sínum að loknu landsmóti sögðu prestar Keflarvíkurkirkju að framtíð þjóðkirkjunnar væri björt ef tækist að halda áfram á þessari braut. Í þeim stóra hópi sem fyllti íþróttahúsið að Sunnubraut í Keflavík leynist vafalítið leiðtogar sem eigi eftir að stýra kirkjunni inn í nýja tíma þar sem kröfurnar verða sífellt meiri en tækifærin að sama skapi einnig.

X