Laugardaginn 11. febrúar, kl. 16:00 verður kórahátíð Kjalarnessprófastsdæmis í Vídalínskirkju í Garðabæ. Yfir 150 kórfélagar frá öllum kórum safnaða prófastsdæmisins taka þátt og boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin.
Tónlistarnefnd prófastsdæmsins hefur veg og vanda að undirbúningi hátíðarinnar, en í henni sitja Arnór B. Vilbergsson, sr. Arna Grétarsdóttir og Jóhann Baldvinsson. Organistar sóknanna skipta með sér verkum að sjá um undirspil og kórstjórn og auk þeirra spila Matthías Stefánsson á fiðlu, Þorvaldur Halldórsson á slagverk og trompetleikarar eru Eiríkur Örn Pálsson og Einar Jónsson.
Auk tónlistarfólks og kórfélaga taka messuþjónar, prestar og djáknar sókna prófastsdæmisins þátt í hátíðinni með flutningi talaðs mál, þ.e. bænir, ritningarlestur og samtalsprédikun.