Skip to main content

Fagnað í prófastsdæminu: Aldarafmæli Keflavíkurkirkju

Eftir febrúar 16, 2015janúar 10th, 2020Fréttir

Myndarlega var haldið upp á 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju nú á sunnudaginn þann 15. febrúar. Margs er að minnast og margt er að þakka úr sögu kirkjunnar í Keflavík þar sem hún hefur verið blessunarfarvegur fyrir marga.  Þennan sama dag voru einnig annars konar tímamót í Keflavíkurkirkju því hátíðarmessa sunnudagsins var sú síðasta sem sr. Skúli S. Ólafsson tók þátt í sem prestur kirkjunnar en hann hefur nú tekið við sem prestur í Neskirkju og kveður þar með Kjalarnessprófastsdæmi.