Skip to main content

Energí og trú í Keflavík

Eftir júlí 7, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Verkefnið Energí og trú er metnaðarfullt og áhugavert verkefni sem miðar að því að efla og hvetja ungt fólk á Suðurnesjum til sjálfstæðis og athafna með fjölbreyttum námskeiðum og stuðningi.
Keflavíkurkirkja
Verkefnið fór af stað síðastliðið haust og heldur áfram næstu tvö árin, m.a. með styrk frá Kjalarnessprófastsdæmi og Biskupsstofu. Á heimasíðu Keflavíkurkirkju kemur fram að hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar teknar voru saman tölur frá Hjálparstarfi kirkjunnar og fram kom að 70% þeirra sem sækja um aðstoð til kirkjunnar eru á aldrinum 18-29 ára. Helmingur þess hóps er á aldrinum 18 og 19 ára. Augljóslega er því mikil þörf til staðar og brýnt að bregðast við sem fyrst til þess að fyrirbyggja vítahring atvinnuleysis, fátæktar og vonleysis sem þegar sjást greinileg merki um.
Nauðsynlegt er því að ná til þessa hóps.

Gefa þarf fólki von um betri framtíð og byggja upp styrkleika þess svo að það eigi auðveldara með að fóta sig í lífinu og sé ekki einungis þiggjendur heldur gefi einnig til baka með hæfileikum sínum og framlagi.

X