Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 26. apríl í Vídalínskirkju, Garðabæ og hefst með helgistund kl. 17:30. Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmenn prófastsdæmisins og fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Organistum er boðið sérstaklega og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
17:30 Helgistund í Vídalínskirkju
17:50 Aðalfundarstörf
- Fundarsetning – kosning fundarstjóra og ritara
- Yfirlitsræða prófasts: skýrsla og starfsáætlun héraðsnefndar
- Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
- Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
- Starfsskýrslur
– héraðsprests
– sókna
– ársreikningar sókna og kirkjugarða
19:00 Kvöldverður
19:30 Fundi framhaldið
- Mál er varða Kirkjuþing, tekin til umfjöllunar og afgreiðslu
- Samþykktir Prestastefnu og Leikmannastefnu kynntar
- Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna fyrir störf þeirra á liðnu ári
- Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
- Ákvörðun um tekjur héraðssjóðs
- Kosningar
-Kosning aðalmanns og varamanns í héraðsnefnd til tveggja ára
- Önnur mál
- Samtal um tónlist í kirkjunni og tónlistarstefnuna þjóðkirkjunnar
– Guðmundur Sigurðsson, organisti Hafnarfjarðarkirkju
– Helga Þórdís Guðmundsdóttir, organisti Víðistaðakirkju
– Þórður Sigurðarson, organisti Lágafellskirkju
20:20 Fundarslit
Fundurinn er samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.