Á æskulýðsdagi þjóðkirkjunnar sem var 1. mars stóðu börn og unglingar í Kjalarnessprófasastsdæmi fyrir söfnun fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi. Alls söfnuðust 268.702.- kr. sem hefur verið afhent Hjálparstarfi kirkjunnar. Söfnunarféið verður notað til þess að byggja steinhús með bárujárnsþaki fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Söfnunin hefur farði fram árlega síðastliðin fjögur ár og fólst í því að börn og unglingar í æskulýðsstarfinu standa fyrir vöfflu- og veitingasölu eftir messu á æskulýðsdaginn.
Með steinhúsi fá munaðarlaus börn í Úganda skjól fyrir næturkuldanum og rigningunni og einnig hægt að halda hreinu og hlýju. Húsið er múrað og skordýr verpa ekki í holum í veggjunum eins og í moldarkofunum. Minna verður um smit og veikindi. Af bárujárnsþakinu má safna vatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Munaðarlausir unglingar í iðnnámi smíða gluggakarma, dyrastafi og læra múrverk af að reisa húsin. Nýtt hús gefur stolt, bjartsýni og von um að nú verði allt auðveldara og betra.