Skip to main content

Við kveikjum einu kerti á – jóladagatal kirkjunnar

Eftir nóvember 28, 2025Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjuna stendur nú í sjötta sinn fyrir jóladagatali. Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Við kveikjum einu kerti á“.

Fyrir hvern aðventunnar opnar nýr gluggi með uppörvandi myndbandi þar sem fólk úr kirkjustarfinu með fjölbreyttan bakgrunn fjallar um boðskap og innihald aðventunnar. Myndböndin eru tekin upp í kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanes og Mosfellsbæ, Eyjafirði, Akureyri, Dalvík, Fnjóskadal og Reykjavík. Jóladagatalið má finna hér Facebókasíðu jóladagatalsins.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvæntingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang. Um leið gefst tækifæri til að sjá kirkjurnar okkar í hátíðlegum jóla- og aðventubúningi.

Njótum aðventunnar.