Skip to main content

Að rækta ástina í lífi sínu

Eftir febrúar 8, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Á þriðjudagskvöldum í mars verður áhugaverð dagskrá á vegum Vídalínskirkju í Kjalarnessprófastsdæmi og Laugarneskirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Þessir tveir söfnuðir bjóða nú í sameiningu upp á námskeið til að efla samvinnu í sambúð og hjónabandi. Þetta námskeið er ætlað öllum pörum sem finnst kominn tími til þess að ná nýjum árangri í samskiptum sínum.
Love is Fragrant
Námskeiðið verður haldið fjögur þriðjudagskvöld í röð frá 1. til 22. mars, ýmist í safnaðarheimili Vídlínskirkju eða Laugarneskirkju. Stjórnendur eru prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson ásamt Betsy og Gregory Aikins.

Gott hjónaband gerist ekki óvart og hjón sem ætla ekkert sérstakt enda einmitt þar. Þess vegna er til alls að vinna að læra hvernig á að hlúa að og rækta ástina í lífinu sínu.

Fyrirspurnir má senda til sóknarpresta kirknanna, þeirra Jónu Hrannar og Bjarna. Skráning fer fram þriðjudaga til föstudaga milli 9 og 12 í síma 5656380 og í gegnum netfangið gardasokn@gardasokn.is.

Námskeiðið kostar kr. 5000.- fyrir parið og við skráningu er greitt staðfestingargjald kr. 2000.- sem dregst frá námskeiðsgjaldi.