Skip to main content

Að vænta vonar – jóladagatal 2010

Eftir nóvember 30, 2010janúar 10th, 2020Fréttir

Aðventan er tími vonar, undirbúnings, gjafmildi og gleði. Í jóladagatali kirkjunnar í ár mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Fyrsti glugginn í dagatalinu verður opnaður á miðnætti 1. desember.

Hvað eru vonarberar?

„Þau sem bera von fyrir aðra og eru vonarberar samfélags, eru einnig fuglarnir sem syngja í dimmunni fyrir dögun,“ skrifar heimspekingurinn Gunnar Hersveinn. Kirkjan vill vera vettvangur sem miðlar von, hugrekki og gleði, með því að setja vonarboðskapinn í öndvegi í jóladagatalinu.

Um jóladagatalið

Jóladagatalið í ár er hið þriðja í röðinni. Umsjónarmenn þess eru Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

Fylgist með á Facebook

Hægt að fylgjast með og skrá þátttöku á Facebook.