Af heilum hug í bókakaffi

Eftir nóvember 22, 2011 janúar 10th, 2020 Fréttir

Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi! Fimmtudaginn 24. nóvember kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins og ræðir um bók þeirra hjóna Af heilum hug, sem Björg Árnadóttir skrásetti.
Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir

Sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir

Sr. Sigfinnur Þorleifsson veitir stutt andsvar og leiðir samtal um bókina og efni hennar, um erindi kirkjunnar í samtímanum.

Bókakaffið er frá kl. 10-11.30 og það eru allir velkomnir. Kaffi og smákökur eru í boði.

Viðburðurinn er á facebook.