Skip to main content

Ágrip af fundi prófasts með prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis

Eftir september 20, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastur Kjalarnessprófastsdæmis kallaði til haustfunda presta og djákna miðvikudaginn 18. september síðastliðinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju.

Á fundinum kynnti prófastur það sem framundan er á vettvangi prófastsdæmisins og Þar ber hæstprédikunarseminarið í Skálholti 6.-8. okt. næskomandi. Aðalfyrirlesari seminarsins að þessu sinni er þjóðverjinn Thomas Kaufmann sem sérhæfir sig í sögu siðbótarinnar. Prófastur minnti jafnframt á leiðarþing prófastsdæmisins sem haldið verður 16. október nk. í Hafnarfjarðarkirkju.Þá minnti prófastur á undirbúning fjögurra alda afmæli Hallgríms Péturssonar sem Kjalarnessprófastsdæmi á sterkt tilkall til og áréttaði í því samhengi að prestar og guðfræðingar séu í forystu um skapandi samtal við þá hefð sem mótað hefur ísl. kristni og samfélag. Afmæli siðbóarinnar og Hallgríms gefa einmitt gott tækifæri til þess.

Sérstakur gestur fundarins að þessu sinni var Magnús E. Kristjánsson, sóknarnefndarformaður í Garðakirkju og forseta Kirkjuþings. Hann greindi fundarfólki frá nýafstöðnu nýafstöðnu kirkjulagaþingi í Skálholti þar sem fjallað var um vinnu við mótun nýrra kirkjulaga.

Magnús rakti forsögu þingsins og undangengna umræðu og vinnu um endurskoðun á þjóðkirkjulögunum. Kosin var nefnd í mars sem skyldi halda þeirri vinnu áfram og leita viðhorfa og skoðana á málinu sem víðast innan kirkjunnar.

Magnús spurði hvað skuli standa í þjóðkirkjulögum, á hvaða hugmyndafræðilegum grunni skuli lögin byggja á, og áréttaði að sú vinna fari að mörgu leyti fram á óvissutímum.

Mörg sjónarmið hafi komið fram sem unnið var með í hópum á kirkjulagaþinginu. Nefndin muni taka þessi viðhorf saman og skila af sér til Kirkjuþings. Magnús áréttar að það þýði ekki endilega að úr verði tillaga að frumvarpi sem send verði til alþingis.

Magnús spyr hvort okkur sé óhætt að leggja allt undir á Alþingi miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi séu í samfélaginu í dag. Mikilvægt sé að kirkjan gæti að baklandi sínu áður en hún ráðist í miklar breytingar.

Magnús leggur áherslu á að meginskylda okkar sé að setja kirkjuna ekki í þá stöðu sem geti skaðað hana til lengri tíma. Ræða þurfi og ná samstöðu um þann hugmyndafræðilega grunn sem kirkjan skuli byggja á og mótast af. Þar þurfi að spyrja spurninga um stjórnkerfi kirkjunnar og eðli þess, þátt lýðræðis innan kirkjunnar, hlutverk og eðli biskupsembættisins, aðkomu leikmanna að kirkjunni og starfi hennar, og hvar fjárveitingavaldi kirkjunnar skuli fyrir komið svo fátt eitt sé nefnt.

X