Skip to main content

Samfélagsleg miðstöð: Vísiterað í Keflavíkursókn

Eftir nóvember 16, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson, vísiteraði Keflavíkursókn föstudaginn 14. nóvember. Söfnuðurinn sagði frá starfi sem hefur verið í örum vexti með skýran fókus á barnastarf, tónlist og kærleiksþjónustu.  Á 100 ára afmæli kirkjunnar, sem verður nú á komandi ári, má með sanni segja að hún sé trúaruppeldisstöð, menningarstofnun og velferðarþjónusta innan samfélagsins í Keflavíkursókn.

Á fundinum sýndi sóknarnefnd og prestar kirkjunnar prófasti hlýhug fyrir störf hans í gegnum tíðina sem hafa verið Keflavíkursöfnuði til heilla. Nefndi fólk þar styrki, fræðslufundi og fræðsluferðir erlendis sem hafi styrkt þau í störfum sínum.  Í því samhengi voru rifjaðar upp kærar minningar úr slíkum fræðsluferðum til Þýskalands undir leiðsögn Gunnars og eiginkonu hans Önnu Höskuldsdóttur. Fólk var sammála um að það hafi ekki bara verið lærdómsríkar ferðir heldur hafi þær  tengt saman fólkið innan prófastsdæmisins. Skorað var á Gunnar að halda áfram slíkum ferðum nú þegar hann lætur af störfum sem prófastur. Þökkunum og áskorununum fylgdu síðan gjafir til prófastshjónanna.

Meðfylgjandi eru myndir sem voru teknar á fundinum og við skoðun kirkjunni

X