Skip to main content

Safnað fyrir munaðarlausum börnum á æskulýðsdaginn

Eftir febrúar 28, 2020Fréttir

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, en hann hefur verið haldinn fyrsta sunnudag marsmánaðar í meira en 60 ár. Á þeim degi er athyglinni einkum beint að börnum og unglingum og þau taka virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar. Nú eins og undanfarin ár stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.Í kirkjum prófastsdæmisins er helgihaldið er afar fjölbreytt og áberandi er þátttaka barna- og unglingakóra, fermingabarna og létt messuform sem höfðar til allrar fjölskyldunnar.

Sunnudagurinn 1. mars

Í sjö kirkjum verður safnað fyrir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda og hægt að kaupa vöfflur, kleinur og bakkelsi til styrkjar söfnunni. Öll framlög renna óskipt til stuðnings munaðarlausum börnum í Úganda.

  • Vídalínskirkja
    Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barna- og unlingakórinn syngur, brúðuleikrit og mikill söngur. Vöfflusala í safnaðarheimilinu.
  • Bessastaðakirkja
    Fjölskylduguðsþjónsta kl. 11:00 og kl. 17:00 verður æskulýðsmessa. Hipsumhaps og Lærisveinar hans. Ræðumaður Kjartan Atli Kjartansson, fjölmiðlamaður og körfuboltaþjálfari. Safnað verður fyrir mnaðarlaus börn í Úganda.
  • Hafnarfjarðarkirkja
    Fjölskyldumessa kl. 11:00. Már Gunnarsson syngur ásamt hljómsveit og unglingakór kirkjunnar. Vöffukaffi fermingarbarna í safnaðarheimilinu. 
  • Grindavíkurkirkja
    Æskulýðsmessa kl. 11:00. Sunnudagaskólabörn, fermingarbörn og æskulýðsfélagið munu leiða stundina ásamt presti. Eftir verður kaffisala fermingarbarna. Kaffi og muffins verður selt á kr. 500.- kr. 
  • Útskálakirkja
    Messa kl. 11:00. Barnakórar, kirkjukóririnn synga og börn og unglingar aðstoða. Ræðumaður Júlíus Viggó Ólafsson. Tekið við frjálsum framlögum.
  • Sandgerðiskirkja
    Messa kl. 14:00. Barnakórar, kirkjukóririnn synga og börn og unglingar aðstoða. Ræðumaður Júlíus Viggó Ólafsson. Vöfflukaffi eftir messu, 500.- kr. skammturinn vaffla og kaffi eða djús.  Einnig til sölu bakkelsi.
  • Keflavíkurkirkja
    Fjölskyldumessa kl. 11:00. Regnbogaraddir  Keflavíkurkirkju syngja. Súpa og Sigurjónsbrauð í boði eftir messu. Frjáls framlög í baukinn.Kaffihúsamessa kl. 17:00. Ungmennakórinn Vox Felix syngur. Fermingarbörn lesa texta og flytja bænir. Undir messunni verður boðið upp á kaffihús í Kirkjulundi í umsjá fermingarbarna. Kaffi, djús, kleinur á 500.- kr. 

Spennandi helgihald í tilefni æskulýðsdagsins er í eftirfarandi kirkjum:

  • Ytri-Njarðvíkurkirkja
    Fjölskylduguðsþjónustu kl. 11:00. Fermingarbörn syngja  við undirleik nýstofnaðar hljómsveitar í Njarðvíkurprestakalli.
  • Víðistaðakirkja
    Fjölskylduhátíð kl. 11:00. Töframaðurinn Einar Einstaki kemur í heimsókn, barnakórinn syngur og Birgitta Ólafsdóttir syngur einsöng.
  • Ástjarnarkirkja
    Messa kl. 17:00. Barnakórinn syngur, Hallelúðar – hljómsveit æskulýðsstarfsins tekur lagið og fermingabörn lesa ritningarvers og flytja bænir.
  • Lágafellskirkja
    Sunnudagaskóla og guðsþjónustu slegið saman sem hefst kl. 13:00. Hljómsveitin Jazzmin spilar og nýr ungmennakór kirkjunnar, Fermata, syngur.

Með steinhús eignast börn og unglingar í Úganda ekki aðeins heimili, heldur veitir það skjól fyrir vindi, rigningu og nætursvalanum og einnig vörn gegn smiti og sjúkdómum. Af bárujárnsþakinu er hægt að safna vatni og munaðarlausir unglingar læra að byggja og halda við húsum. Nýtt hús er því eins og margföld blessun fyrir börnin í Úganda.

Að verkefninu kemur Hjálparstarf kirkjunnar auk safnaðanna í Kjalarnessprófastsdæmis, en það er svo mikilvægt að börn og unglingar finni að með sameiginlegu átaki geta þau lagt svo mikið að mörkum og hjálpað örsnauðum. Söfnunin var haldin í fyrsta skiptið í fyrra, en þá safnaðaðist fyrir tveimur steinhúsum og nú er stefnan sett á þrjú hús.