Skip to main content

Breytingar: Nýr prófastur og flutningur skrifstofu

Eftir febrúar 16, 2015janúar 10th, 2020Fréttir

Skrifstofa Kjalarnessprófastsdæmis bendir öllum á að breytingar hafa nú orðið á högum prófastsdæmisins. Nýr prófastur hefur nú starfað síðan 1. febrúar, hún sr. Þórhildur Ólafs. Einnig hefur skrifstofa prófastsdæmisins flutt með prófasti og hefur nú aðsetur í Strandbergi við Hafnarfjarðarkirkju, Strandgötu, 220 Hafnarfirði. Símanúmer prófastsdæmisins er það sama og fyrr, s.5667301.