Skip to main content

Dagur gegn einelti – kirkjuklukkum hringt

Eftir nóvember 8, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Í dag er dagur gegn einelti. Í tilefni af því verður kirkjuklukkum hringt kl. 13 í kirkjum um allt land og þannig minnt á þetta samfélagslega böl. Í hádeginu í dag verður opnaður nýr vefur á gegneinelti.is. Þar verður hægt að skrifa undir þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti.

„Við undirrituð skuldbindum okkur til þess að vinna af alefli og einurð gegn einelti í samfélagi okkar. Við munum standa vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Við munum sérstaklega gæta réttar barna og ungmenna sem og allra hópa sem eiga sér hvorki málsvara né sterka rödd. Við munum öll, hvert á okkar sviði, skuldbinda okkur til að hafa áhrif til góðs á nánasta umhverfi okkar. Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er.“

Nánar á kirkjan.is