Skip to main content

Er kirkjan á krossgötum?

Eftir apríl 12, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju dagana 13 og 14. apríl 2012. Yfirskrift stefnunnar er að þessu sinni Er kirkjan á krossgötum? – Þjóðkirkjufrumvarpið í undirbúningi.

Stefnan verður sett kl. 17:30 föstudaginn 13. apríl. Við setninguna munu Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, flytja ávörp, og Marinó Þorsteinsson, formaður leikmannaráðs, flytur skýrslu sína. Þá um kvöldið verður leikmannastarf í Keflavíkurkirkju kynnt.

Fyrir hádegi laugardaginn 14. apríl mun dr. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu, mun fjalla um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. Hann situr í milliþinganefnd sem kirkjuþing kaus til að fara yfir lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Eftir hádegi laugardaginn 14. apríl verður rætt um það hvort kirkjan sé á krossgötum. Dr. Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði og Börkur Gunnarsson, blaðamaður munu flytja erindi um þetta mál. Almennar umræður verða á eftir erindunum.

Á leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.

X