Skip to main content

Facebook í kirkjustarfi

Eftir janúar 24, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Notkun félagsmiðla í kirkjustarfi hefur aukist og þroskast síðustu misserin. Við erum alltaf að læra og prófa eitthvað nýtt og þannig verða skemmtilegir hlutir til.
Facebook.
Nú eru um 80% Íslendinga á Facebook. Það er út af fyrir sig sterkustu rökin fyrir því að kirkjan sé þar líka. Í drögum að samskiptastefnu þjóðkirkjunnar sem lögð voru fyrir kirkjuþing í haust, er sérstaklega fjallað um nýju miðlana:

3.4. Nýir miðlar
Við erum virk á netinu og bjóðum upp á þjónustu kirkjunnar
Við hvetjum meðlimi kirkjunnar til að bera trú sinni vitni á netinu.
Við eigum gott samstarf við netsamfélög og virka netnotendur.
Við gefum starfsfólki okkar verkfæri, vinnutíma og menntun til að nota nýja miðla.

Nú býður Kjalarnessprófastsdæmi og þjónustusvið Biskupsstofu til framhaldsnámskeiðs um Facebook í kirkjustarfi, ætlað prestum, djáknum, framkvæmdastjórum, æskulýðsleiðtogum, organistum, kirkjuvörðum og öllum þeim sem sinna safnaðarstarfinu á einhvern hátt.

Námskeiðið verður í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 Mosfellsbæ, föstudaginn 28. febrúar kl. 9.30 -12.30.

Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Árni Svanur Daníelsson, vefprestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu, og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

Þátttakendur komi með fartölvur sínar en nettenging er útveguð. Byrjað verður á stuttri innleiðingu um Facebook og síðan farið í hvernig söfnuðirnir geta nýtt þennan vinsælasta félagsmiðil landsins til að kynna sig og starfsemi sína.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram á Facebook.

X