Skip to main content

Facebook og kirkjustarfið

Eftir september 22, 2009janúar 10th, 2020Fréttir

Námskeið um notkun Facebook í kirkjustarfi verður haldinn í Kjalarnessprófastsdæmi föstudaginn 9. október en Facebook er einn mest sótti vefurinn á Íslandi í dag og líklega mest sótti samskiptavefurinn.

Á námskeiðinu verður rætt um það hvernig er hægt að nota Facebook í kirkjustarfi. Meðal þess sem verður rætt er uppsetning á síðum, hópum og viðburðum á Facebook. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir vefinn og geti að námskeiði loknu sett upp eigin Facebook síðu og notað hana til að kynna kirkjustarfið.

Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, kirkjuvörðum og öðrum sem koma að kynningu á kirkjustarfi. Umsjón hefur sr. Árni Svanur Daníelsson, vefprestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Héraðsprestur tekur við skráningum á póstfangið kristin.tomasdottir@kirkjan.is og í síma 862 416.