Skip to main content

Fjölbreytt dagskrá í vísitasíu biskups

Eftir apríl 29, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Biskupsvisitasía í Kjalarnessprófastsdæmi stendur nú sem hæst. Biskup hefur lokið heimsóknum á Suðurnes og Hafnarfjörð, að Grindavík undanskilinni. Þessa dagana kynnir Agnes biskup sér trúar- og mannlíf í Mosfellsbæ.

Vísitasía í Hafnarfjarðarprestakalli

Vísitasían í Mosfellsbæ er fjölbreytt og ítarleg en biskup heimsækir m.a. Skálatún, skólastofnanir og kynnir sér fornleifauppgröft á Hrísbrú.

Vel var mætt í hátíðarguðsþjónustu í Lágafellskirkju og kirkjukaffi í Hlégörðum í gær, þrátt fyrir að margir hefðu vakað langt frameftir á kosninganótt.

Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sóknarprestur tekur svo á móti biskupi í prestsbústaðnum á Mosfelli í lok vísitasíunnar.