Nú yfir sumarið taka söfnuðir höndum saman og standa fyrir fjölbreyttu helgihaldi yfir sumartímann, m.a. á Suðurnesjum og í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.
Kirkjurnar á Suðurnesjum í Grindavík, Reykjanesbæ, Garðinum og Sandgerði sameinast um helgihaldið yfir sumartímann og messað er til skiptis í kirkjunum. Þar ræður fjölbreytnin ríkjum og boðið m.a. upp kvöld-, pútt-, göngu- og ratleikjamessa.
Í Garðakirkju skipta prestar, djáknar, organistar og starfsfólk Hafnarfjarðar, Vídalíns-, Víðistaða-, Bessastaða- og Ástjarnarkirkju auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði með sér þjónustunni við messu hvern sunnuag yfir sumarið. Á eftir er boðið upp á kaffi og notalegt samfélag í hlöðinni á burstarbænum Króki.