Skip to main content

Fundur með skólastjórnendum um sorg og áföll

Eftir febrúar 21, 2018janúar 10th, 2020Fréttir

Um 45 skólastjórnendur úr grunnskólum í Hafnarfirði og Garðabæ sóttu sameiginlegan fund þjóðkirkusafnaðanna á svæðinu sem haldin var í Vídalínskirkju 14. febrúar um sorg, áföll og sorgarviðbrögð í skólastarfinu.

Tilgangur fundarins var að bjóða til fræðslu og samtals um sorg/áföll í skólasamfélaginu, sem er hugsuð til að styðja við gott skólastarf og efla félagsauðinn í skólasamfélaginu. Skólastjórum, deildarstjórum, námsráðgjöfum og öðrum sem málið varðar var boðið til fundarins, en hann sóttu einnig prestar, djáknar og æskulýðsleiðtogar.

Samstarf skóla og kirkju er með ýmsum hætti, en kirkjan vill leitast við að styðja skólana í starfi sínu með börnum á faglegum grunni. Það á ekki síst við þegar erfiðleikar steðja að, þá er mikilvægt að sem flestir komið að málum og börn og fullorðnir fái nauðsynlegan stuðning.

Á fundinum voru eftirfarandi erindi flutt  „Sorg barna og unglinga“ – Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, „Barnið mitt og sorgin“  – Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og foreldri, „Sorgin og skólinn“ – Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla og „Þjónusta kirkjunnar“ – Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur. Fundarstjóri: Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðabæ.