Skip to main content

Fundur um kirkjuþingsmál

Eftir apríl 4, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Fundur um málefni kirkjuþings verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20. Kirkjuþingsfulltrúar Kjalarnessprófastsdæmis efna til fundarins.
Bjallan á kirkjuþingi

Í tilkynningu frá kirkjuþingsfulltrúunum segir að þar verði fjallað um helstu mál sem samþykkt voru á því kirkjuþingi sem fram fór s.l. haust.  Þar má nefna tillöguna um s.k. samstarfssvæði en gera má ráð fyrir því að þeim fylgi talsverðar breytingar á skipulagi safnaðanna.

Megintilgangur fundarins, samkvæmt tilkynningu frá kirkjuþingsfulltrúunum, er þó að gefa fólki kost á að ræða sjónarmið sín við fulltrúana sem mun gefa þeim vegarnesti inn í undirbúninginn fyrir næsta þing.

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:00. og er öllum opinn.

Kirkjuþingsfulltrúar Kjalarnessprófastsdæmis gefa nánari upplýsingar og svara frekari spurningum. Þingfulltrúar 2010-2014 eru Ásbjörn Jónsson, Útskálasókn, Elínborg Gísladóttir, Grindavíkurprestakalli, Magnús E. Kristjánsson, Garðasókn, Ragnheiður Á. Magnúsdóttir, Keflavíkursókn og Skúli Ólafsson, Keflavíkurprestakalli.