Skip to main content

Góð þróun á afmælisári: Prófastur í Hafnarfirði

Eftir nóvember 11, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Dr. Gunnar Kristjánsson vísiteraði bæði Hafnarfjarðarkirkjugarð og Hafnarfjarðarkikju í gær, þann 10. nóvember. Á báðum stöðum var vel tekið á móti prófasti og mynduglega staðið að málum. Prófastur leitaði fregna um breytingar í Hafnarfjarðarkirkju og hlustaði á fyrirætlanir og sjónarmið presta, sóknarnefndarfólks og starfsmanna.  Prófastur hvatti söfnuðinn til að halda áfram á sömu braut varðandi öflugt tónlistarstarf, sækja áfram fram með samstarfi við aðrar stofnanir og hópa í Hafnarfirði og bjóða þannig upp á fjölbreytt kirkjustarf. Eftir það talaði prófastur um hversu vel söfnuðurinn væri nú búinn varðandi kirkju, safnaðarheimili og starfsfólk. Það er enda viðeigandi að Hafnarfjarðarkirkja sé að öllu leyti vel búinn, nú þegar haldið er upp á 100 ára afmælisár kirkjunnar.