Skip to main content

Grunnnámskeið fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi kirkjunnar

Eftir apríl 28, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Nú í vor verður haldið Grunnnámskeið fyrir þau sem eru 17 ára (fædd 1994) og eldri sem starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum sem verða kenndir á sjö samverum dagana 23. – 31. maí.

Hæfileikaríkir unglingar á æskulýðsmóti í Brúarási
Á námskeiðinu eru teknir fyrir þeir þættir sem skipta hvað mestu máli í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Eftir námskeiðið eiga leiðtogarnir að vera betur í stakk búnir til að bera ábyrgð á starfi innan safnaða.

Þjóðkirkjan leggur mikið upp úr því að starf sem fram fer í hennar nafni sé bæði vandað og metnaðarfullt og lykill að því er að allir leiðtogar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar séu meðvitaðir um markmið og tilgang starfsins og þá ábyrgð sem fellst í starfi leiðtogans.

Stefnt er að því að innan nokkurra ára hafi allir leiðtogar sem bera ábyrgð á starfi innan kirkjunnar setið Grunnnámskeið. Það er mikilvægt að prestar og söfnuðir leggist á eitt með að gera barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar sem faglegast og mikilvægur liður í því er að mennta starfsfólk kirkjunnar.

Námskeiðið er byggt upp á ellefu sjálfstæðum fyrirlestrum sem verða kenndir á sjö samverum dagana 23. – 31. maí.
Efninu er skipt í þrjá megin flokka, þ.e. kristin trú, trúarlíf og helgihald og að starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi. Leiðbeinendur eru meðal fremsta fagfólks kirkjunnar í æskulýðsmálum og kenna á vegum Biskupsstofu, ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ sem standa saman að námskeiðinu.
Áhersla er lögð á virka þátttöku nemendanna og gott samfélag.

Upplýsingar og skráning fer fram á fræðslusviði Biskupsstofu í síma 528 4065 og í tölvupósti á kristin.arnardottir@kirkjan.is. Síðasti dagur til skráninga er mánudagurinn 16. maí.