Skip to main content

Grunnnámskeið fyrir leiðtoga í barna- og unglingastarfi

Eftir mars 8, 2013janúar 10th, 2020Fréttir

Grunnnámskeið er ætlað þeim sem eru 17 ára og eldri og starfa í barna- og unglingastarfi kirkjunnar. Á námskeiðinu eru teknir fyrir grunnþættir í starfi með börnum og unglingum í kirkjunni. Markmiðið með námskeiðinu að gera leiðtogana betur í stakk búna til að bera ábyrgð á barna- og unglingastarfi í söfnuðum þjóðkirkjunnar. 

Kennt verður einn langan laugardag á höfuðborgarsvæðinu (16. mars) og farið eina helgi út úr bænum (5.-7. apríl).

Námskeiði tekur á þremur flokkum:

  • Kristin trú
  • Trúarlíf og helgihald
  • Að starfa með börnum og unglingum í kristilegu starfi

Áhersla er lögð á virka þátttöku og gott samfélag.

Kennari á námskeiðinu er Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

Skráning er í höndum Biskupsstofu, í netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is og lýkur skráningu 11. mars.

 Að námskeiðinu standa ÆSKR, ÆSKÞ, Kjalarnessprófastsdæmi og Biskupsstofa.