Skip to main content

Hærra, ég og þú!

Eftir október 3, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Fimmtudaginn 6. október nk. verður málþing í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni „Hærra, ég og þú!“. Með málþinginu er vilji til að stuðla að samvinnu og samræðu milli ungs fólks og þeirra er starfa með ungu fólki með það að marki að leysa úr læðingi þá krafta sem í þeim búa og ekki njóta sín sem skyldi.

Keflavíkurkirkja

Umræðan á málþinginu snýst um hvernig ungt fólk getur haft áhrif á stöðu sína í þjóðfélaginu. Með málþinginu er lögð áhersla á að þátttakendur leiti sjálfir lausna og sýni frumkvæði. Lögð er megináhersla á þau ungmenni sem eru án atvinnu og hafa ekki sömu tækifæri og aðrir.

Málþingið er liður í verkefninu Energí og trú sem Keflavíkurkirkja stendur fyrir m.a. með stuðningi Biskupsstofu og Kjalarnessprófastsdæmis. Evrópa unga fólksins styður einnig verkefnið auk sjóða og fyrirtækja.

Nánari upplýsingar gefur verkefnisstjóri Energí og trú, Hjördís Kristinsdóttir í Keflavíkurkirkju.