Skip to main content

Haustfundir prófasts

Eftir september 19, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Prófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson, hélt í vikunni árlega haustfundi sína. Fyrst var fundað með prestum og djáknum á miðvikudeginum 19.sept og síðan með formönnum sóknarnefnda fimmtudaginn 19.sept. Prófastur gerði þar meðal annars kunnnugt að hann myndi vísitera allar sóknir prófastsdæmisins nú á þessu hausti. Prófastur fékk einnig að heyra af stöðu mála í söfnuðunum frá formönnum. Af því var ljóst að margt spennandi er á döfinni nú þegar hauststarf kirkna er farið af stað.  Að auki opnaði prófastur fyrir umræður um stöðu bænarinnar í almannarými og spunnust áhugaverðar umræður um málið bæði meðal presta & djákna sem og sóknarnefndaformanna.