Skip to main content

Haustfundur formanna sóknarnefnda

Eftir september 19, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Haustfundur formanna sóknarnefnda með prófasti verður haldinn þriðjudaginn 20. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Fundir prófasts með formönnum sóknarnefnda eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti.
Leikmannastefna 2011

Fundurinn á morgun hefst kl. 17.30 og stendur til kl. 20. Boðið verður upp á léttan kvöldverð á staðnum.

Á dagskrá fundarins eru sameiginlega málefni sóknanna í upphafi vetrarstarfs og undirbúningur fyrir leiðarþing sem verður haldið 5. október n.k.

X